Arfurinn

57 En hann gat ekki spurt að neinu af þessu. Svo hann þakkaði henni bara fyrir og kvaddi. – Þetta var gagnslaust, sagði hann við Álfrúnu og stundi. – Kíktu á símann minn, sagði Álfrún og benti með hök- unni á milli sætanna þar sem ljósið frá símaskjánum skein skært. Álfrún hafði greinilega flett upp á einhverju þegar þau stöðvuðu bílinn. Hannes tók símann upp og leit á skjáinn sem var ólæstur. Þar var gömul blaðaúrklippa. Með fréttinni var stór mynd af manni í kjólfötum. Hann stóð við hliðina á gljá- andi flygli og hélt á stórum blómvendi. – Hver er þetta? – Þekkir þú hann ekki? Hannes rýndi á skjáinn. Undir myndinni stóð: „Hinum unga Guðvarði er spáð mikilli velgengni nú þegar hann leggur af stað í tónleikaferð um alla Evrópu en stærstu tón- leikahallir álfunnar hafa boðið hann velkominn.“ Hannes leit aftur á myndina. Maðurinn á myndinni virtist svona tuttugu sentimetrum stærri en Guðvarður var og að minnsta kosti fimmtíu kíló- um léttari. Það var meira hár á höfðinu á honum. Nefið á honum var minna og ekki jafnþrútið. En augun – þau voru eins. Og hendurnar sömuleiðis. Það var ekkert vit í þessu. Guðvarður hafði aldrei verið einleikari. Var það nokkuð? – Það eru fleiri blaðagreinar, sagði Álfrún. Bakkaðu í leitarniðurstöðurnar og sjáðu. Þessi ungi Guðvarður birtist á hverri myndinni á fætur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=