Arfurinn

56 kökur með kaffinu góðar og að hann sendi Hannes oftast heim með eina eða tvær í úlpuvasanum, af því það er svo slæmt að verða svangur á löngu ferðalagi. En hann vissi ekkert um fortíð Guðvarðar. Ekkert um fjölskyldu hans. Ekkert um líf hans fyrir utan stofuna sem núna hafði sokkið ofan í jörðina. – Nei, sagði Hannes í símann. Við þekktumst ekki vel. Ég veit ekkert um hann. – Nú, hann var einstæðingur, sagði konan. Þetta var orð sem margir höfðu notað um Guðvarð. – Ég veit það, sagði Hannes. En hvað meinarðu nákvæm- lega með því? Átti hann engin systkini eða svoleiðis? – Nei, engin systkini, sagði konan. Faðir hann lést fyrir mörgum árum – Guðvarður hefur bara verið um tvítugt þá. Og móðir hans var alltaf heilsuveil, það eru líka mörg ár síðan hún lést. Það voru engir afkomendur. – Ha? – Guðvarður átti engin börn. – Já, sagði Hannes. Mig grunaði það nú. – Einmitt, sagði konan þurrlega. En ég verð að biðja þig um að afsaka mig núna, ég er mjög upptekin og ef það var ekkert fleira … Auðvitað var eitthvað fleira. Hannes dauðlangaði til að skamma þessa konu fyrir að hafa komið honum í allt þetta vesen. Hann langaði til að spyrja hvernig hún þekkti Guð- varð og hvort hún hafi vitað til þess að Guðvarður væri mikið að galdra svona í frístundum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=