Arfurinn

55 – Góðan daginn, sagði Hannes hikandi þegar var svarað í símann. Hann heyrði strax að þetta var lögfræðingurinn sem hann hafði hitt. Ég heiti Hannes og við hittumst þegar hann Guðvarður … ég meina, við hittumst í jarðarförinni hans Guðvarðar í vor. Það kom þögn í símann. – Þú lést mig fá bók, bætti Hannes við, svona ef það myndi hjálpa henni að muna eftir honum. – Já, var sagt með semingi. Einmitt. – Ég er í smá vandræðum með bókina, sagði Hannes og gjóaði augunum niður í kjöltuna á sér þar sem þessi vand- ræðagripur lá. Og ég er að velta fyrir mér hvort þú hafir einhverjar upplýsingar um … – Ég vissi aldrei hvað var í þessu umslagi, sagði konan hvöss. Það kom mér ekki við – ég hnýsist ekki í sendingar sem ég er beðin um að koma til skila. – Ó, sagði Hannes. Ókei. Aftur þögðu þau konan bæði. Álfrún sat og gjóaði aug- unum öðru hvoru á Hannes. – En ég var að velta fyrir mér, sagði Hannes við konuna þegar þögnin var orðin óbærileg, hvort þú gætir ekki sagt mér eitthvað svolítið meira um Guðvarð. – Um Guðvarð? Ég hélt að þið þekktust? Hannes hugsaði um Guðvarð. Jú, auðvitað þekktust þeir. Hannes vissi hvaða neftóbakstegund Guðvarður not- aði, hann vissi hvaða geisladiskar gátu fengið hann til að skoppa upp og niður í gula hægindastólnum, hann vissi hvað teiknimyndasögur gátu látið hann flissa þangað til hann fékk hóstaköst. Hann vissi að Guðvarði þóttu pipar-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=