Arfurinn

54 lakkaðan fingurinn á Álfrúnu. Eitt augnablik gleymdi hann öllu um eftirförina. Konan! Þessi sem lét Hannes fá bókina. Hún þekkti Guðvarð. Hún hafði talað við hann um bókina, þegar hann hafði sagt henni að Hannes ætti að fá hana. Hún hlaut að vita eitt- hvað! Þetta var góð hugmynd. Þó honum þætti að Álfrún hefði kannski getað stungið upp á þessu á meðan hún keyrði. Honum leið illa sitjandi hérna á bílaplaninu. En hann þurfti að fá upplýsingar, það var alveg rétt hjá Álfrúnu. Og kannski gat konan sagt honum eitthvað gagn- legt. Ég skal reyna, sagði Hannes. Kannski er hún ekki komin í vinnuna. En, Álfrún, gerðu það, keyrðu af stað! Hún horfði á hann. Lagði svo frá sér símann sinn og bakkaði varlega af afleggjaranum út á veginn. Hún var bara frekar góð í að bakka – sennilega betri en í því að keyra beint af augum, hugsaði Hannes. Hannes varpaði öndinni léttar þegar bíllinn var aftur kominn á ferð, tók upp símann og valdi númerið sem stóð á umslaginu. Í augnablik áður en hann ýtti á takkann til að hringja hafði hann áhyggjur af því að kannski væri einhver að hlera símann hans. Svo ákvað hann að það væri rugl. Hann var ekki staddur í einhverri njósnamynd. Þetta var miklu meira eins og Hringadróttinssaga eða Harry Potter. Hringvomar kunnu ekkert á tölvur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=