Arfurinn

53 svo hann ákvað að hann hefði kannski tíma til að fletta Guðvarði upp. Hann fann tilkynningu um að hann væri dáinn. Hann fann mynd af Guðvarði af hagyrðingamóti frá því fyrir tíu árum síðan og hann fann eitthvert gamalt ættartré en hann fann ekkert sem benti til þess að Guðvarður væri einhver lykilmaður í stórum glæpa- eða galdrasamtökum. Hann fann ekkert sem útskýrði af hverju Guðvarður átti bækur sem létu jörðina opnast. Hann sagði Álfrúnu það. Hún stundi og renndi inn á þröngan afleggjara og stoppaði bílinn. – Hvað ertu að gera? veinaði Hannes. Keyrðu hraðar! Við verðum að komast áfram! Þau eru rétt á eftir okkur. – Ókei, sagði Álfrún og Hannes heyrði að hún trúði honum ekki. Ekki alveg. Þótt hún hefði séð eldgosið og heyrt alla söguna trúði hún því ekki að það væru einhverjir brjálæðingar að elta þau. Það var slæmt. Fólk sem trúir manni ekki vill ekki hjálpa manni. – Við þurfum að hugsa um þetta, Hannes. Hvar fáum við upplýsingar? – Ég veit það ekki, sagði Hannes og þrýsti umslaginu með bókinni að sér um leið og hann vatt upp á sig í sætinu til að sjá hvort hann kæmi auga á bílinn á eftir þeim. Honum fannst næstum því eins og það kæmi urr frá umslaginu þegar hann kreisti það. Hann losaði takið varlega og lagði það á lærin á sér. – Hvað með þetta? spurði Álfrún og benti á nafnið á lög- fræðistofunni sem var á umslaginu. Hannes starði á nagla-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=