Arfurinn

52 – Nei, sagði Hannes ákveðinn. Það sem við verðum að byrja á að gera er að fara á Snæfellsnes og eyðileggja þessa bók! Þetta var hann alveg viss um. Þetta var verk- efnið hans og Guðvarður hafði sagt honum hvernig átti að leysa það og hann ætlaði ekki að láta Álfrúnu eyðileggja það. Jafnvel þótt hún væri eldri en hann og að það væri hún sem stýrði bílnum. Hann var leiðangursstjórinn. Álfrún stundi. – Já, ókei, getum við kannski sett þessar pælingar um Snæfellsnes aðeins á ís? – Ég hef ekki tíma fyrir neinn ís! tísti Hannes. Þetta var dæmigert, hún tók ekkert mark á því að hann væri leið- toginn. – Gaur, ég er að keyra bílinn, þú getur alveg hangið aðeins í símanum á meðan og rannsakað þetta! sagði Álfrún hátt. Það er ekki eins og þú hafir neitt annað að gera. Við erum að minnsta kosti sammála um það í bili í hvaða átt við keyrum, við getum svo talað um Snæfellsnes aðeins seinna. En núna þurfum við meiri upplýsingar. Hvar fékk hann þessa bók? Hvaða fólk er þetta sem er að reyna að ná henni? Hvernig lendir venjulegur píanókennari í einhverju svona veseni? Ég meina, hefur þú ekkert reynt að gúggla manninn? Nei, Hannes gat ekki sagt að hann hefði reynt að gúggla manninn. Hann tók upp símann og leit um leið í hliðarspegilinn enn eina ferðina. Hann sá enga svarta lúxusbíla í honum,

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=