Arfurinn

51 að standa í einhverju rugli með bókina og að það væri betra að setja allt vesenið á Hannes? Hann vonaði ekki. Þau keyrðu áfram. Hannes gjóaði augunum á Álfrúnu. Hann hafði aldrei ætlað að tala við hana aftur. En hér voru þau samt. – En hver var þessi Guðvarður gaur? sagði Álfrún loks- ins, eftir að hafa flautað hátt á nokkrar kindur sem höfðu vogað sér upp á vegöxlina. – Ég sagði þér það. Hann var vinur … ég meina, hann var píanókennarinn minn. – Og þessi píanókennari var bara svona venjulegur gam- all kall? Sem var bara með uppi í hillu hjá sér bók sem getur látið jörðina gleypa hús og móbergsstapa blása upp hrauni? Hannes hrukkaði ennið. Já, auðvitað var Guðvarður bara venjulegur kall. Hvað var hún að meina? – Guðvarður var mjög venjulegur, sagði Hannes. – Ókei, hvað veistu samt meira um hann? spurði Álfrún. Var hann alltaf píanókennari? Átti hann alltaf heima þarna í plássinu? Hannes hikaði. – Ég … ég veit það ekki, sagði hann loksins. Hann hafði lesið þessar fáu minningargreinar en það hafði ekki staðið neitt um það hvað Guðvarður hafði gert um ævina. Hafði hann kannski verið giftur einhvern tímann? Jafnvel átt börn? Hannes hélt ekki en hann gat ekki verið viss. – Nú, verðum við ekki að byrja á að komast að því? spurði Álfrún.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=