Arfurinn

48 – Fyrirgefðu, sagði Hannes þegar þau voru komin út á þjóðveginn. En ég er bara í smá vandræðum. – Smá? spurði Álfrún og virti hann fyrir sér. – Álfrún, vegurinn! tísti í Hannesi og Álfrún leit aftur af honum og sveigði í skyndi yfir á réttan vegarhelming. – Æ, fyrirgefðu, þetta er í fyrsta skiptið sem ég keyri fyrir utan Reykjavík, sagði Álfrún, eins og það að halda sig á réttum vegarhelmingi væri ekki stundað í höfuðborginni. Hannes horfði á hendurnar á henni á stýrinu. Það var grænblátt naglalakk á nöglunum. Hann mundi ekki eftir því að hún hefði notað naglalakk þegar hún var systir hans. Það voru þrjú ár síðan hann sá hana síðast. Jafnlangur tími og þau höfðu verið í sömu fjölskyldu. Hannes hafði flutt nokkrum sinnum síðan þá. Hann hafði búið í mörg- um bæjarfélögum, kynnst mörgum krökkum og átt mörg heimili. Og svo hafði hann kynnst Guðvarði, kynnst hon- um mjög vel og mætt í jarðarförina hans – allt án þess að Álfrún vissi nokkurn skapaðan hlut um það. Það hafði allt breyst hjá honum síðan þau sáust síðast. Það hlaut líka allt að hafa breyst hjá Álfrúnu og hann vissi ekki hvað það var. Nema að hún var núna farin að nota grænblátt naglalakk. Og rakaði hárið af sér í hliðunum. – Við erum samt ekki í alvöru að fara á Snæfellsnes? sagði hún í spurnartóni. Ég þarf að mæta í vinnuna, ég get ekkert bara horfið. Ég er með þennan bíl í láni. Og veistu hvað bensín kostar? Þung druna heyrðist í loftinu. Hannes leit í kringum sig – var komið þrumuveður? Það væri eftir öðru.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=