Arfurinn

45 ÁLFRÚN Klukkan sex um morguninn kyssti Hannes mömmu sína bless og ætlaði að leggja af stað út á bensínstöð. – Koma þau ekki einu sinni upp að dyrum að sækja þig? spurði mamma hans hneyksluð. Dæmigert fyrir hann pabba þinn! Óvenjusterkur jarðskjálfti reið yfir og þau gripu bæði í dyrakarminn til að halda jafnvægi. – Hún Linda er kannski hrædd við þig eftir símtalið í gær, sagði Hannes. Og pabbi hefur verið hræddur við þig í mörg ár. Mamma hans hnussaði en mótmælti ekki. Svo knúsaði hún hann. Hannes sá að gamall, grænn bíll beið niðri á bensínstöð. Mamma hafði alltaf sagt að Siggi, pabbi Álfrúnar, væri týpan sem keyrði bara druslur, svo þetta hlaut að vera Álf- rún. Að minnsta kosti var Álfrún varla á svarta, glansandi bílnum sem var að læðast um göturnar í morgunsólinni. Hannes pírði augun á svarta bílinn. Svo greip hann andann á lofti. Þetta voru örugglega þau. Vonda fólkið. Þau voru á leiðinni. Hann flýtti sér að kyssa mömmu sína aftur. – Ég læt þig vita þegar ég lendi, sagði hann. Svo tók hann til fótanna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=