Arfurinn

44 En hún var kannski hræddust við flugvélar. Þess vegna ætlaði hún ekki með til Svíþjóðar. Mamma hans lagði símann frá sér. – Ég er ekki ánægð, sagði hún svo. Hannes kyngdi fram hjá óþægindunum í hálsinum. Venjulega gerði hann allt sem hann gat til að halda mömmu ánægðri. Hann heyrði lágar drunur að utan og bylgjurnar frá enn einum jarðskjálftanum létu kristalsglösin í stofu- skápnum syngja lágt. Mamma tók ekki eftir því. Það komu svo margir jarð- skjálftar á dag núna að það voru allir hættir að kippa sér mikið upp við þá. Hann mátti ekki gefast upp. Skjálftavirknin virtist vera að aukast – hann varð að losna við þessa bók. Þegar það væri búið gætu þau mamma gert eitthvað frábært saman. – Nei, ég veit að þú ert ekki ánægð en það er bara af því þú öfundar mig svo mikið að vera að fara í sólina í Sví- þjóð, sagði Hannes og blikkaði hana. Henni fannst yfirleitt skemmtilegt þegar hann blikkaði hana. Mamma horfði á símann og horfði svo á Hannes. – Farðu þá og greiddu þér, sagði hún svo og brosti. Ég vil taka nokkrar myndir af þér við píanóið í kvöld. Svo ég eigi góða mynd til að senda blöðunum – ef ég fæ ekki myndirnar af verðlaunaafhendingunni sendar strax. Það er ekki hægt að treysta starfsfólkinu til þess. Það er betra að ég sé tilbúin. Hannes varpaði öndinni léttar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=