Arfurinn

39 KLÆKJABRÖGÐ Hannes hafði aldrei áður verið feginn því að foreldrar hans töluðu ekki saman en það einfaldaði vissulega málin þegar maður þurfti að hverfa til þess að brenna stórhættulegar yfirnáttúrulegar bækur. Áætlunin var svona. Hann átti að fljúga einn til Svíþjóðar á Evrópumótið – það hafði verið ákveðið fyrir löngu. Hann var spenntur að fara, þetta var í fyrsta sinn sem hann færi einn í flug til útlanda. Föðursystir hans átti heima í Svíþjóð og ætlaði að taka á móti honum þar. Flugið var bókað 20. júní. Hannes þurfti að láta báða foreldra sína halda að hann væri með hinu í einn dag – frá nítjánda til tuttugasta. Ef mamma hans héldi að fluginu hans hefði verið flýtt til 19. júní og pabbi hans héldi að mamma hans ætlaði að keyra hann á flugvöllinn 20. júní þá var hann búinn að búa til sólarhringslanga eyðu í líf sitt þar sem allir héldu að hann væri annars staðar. Þetta var einfalt. Pabbi hafði bókað flugmiðann, mamma ætlaði að keyra hann á flugvöllinn. Nú þurfti hann bara að láta mömmu sína halda að pabbi hans ætlaði að flýta fluginu hans og fara með hann á flug- völlinn einum degi á undan áætlun. Hvorugt þeirra þyrfti nokkru sinni að komast að svindl- inu. Þá gæti hann leyst þetta leiðindamál með bókina hans Guðvarðar 19. júní, mætt svo einn á flugvöllinn 20. júní og

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=