Arfurinn

37 Álfrún blótaði. – Þetta er helvíti stór greiði, Hannes, sagði hún eftir svo- litla þögn. – Geturðu ekki fengið lánaðan bíl hjá pabba þínum? greip hann fram í fyrir henni. Álfrún, ég er viss um að ef þú þarft virkilega að redda bíl, þá geturðu reddað bíl. Og þú verður. Getur þú sótt mig í fyrramálið? – Í fyrramálið? Þá þarf ég að keyra í næstum alla nótt! – Það er bjart og fínt veður, sagði Hannes. Það er ekkert mál að keyra í nótt! Hringdu þegar þú ert komin í bæinn – ég hitti þig á bensínstöðinni. – Þú ert ótrúlegur. – Það er eitt enn. Hannes var búinn að vera að hugsa málið á meðan hann talaði og áætlunin var að mótast í höfðinu á honum. – Hvað? Nú hljómaði Álfrún eins og hún næði bara ekki utan um það að Hannes ætlaði að biðja um fleira, eftir að hafa beðið um þennan smágreiða. – Þú þarft að hringja í mömmu, sagði Hannes hratt. Ég er viss um að hún þekkir ekki í þér röddina. – Ha? – Hringdu í hana og segðu að þú sért nýja konan hans pabba. Segðu henni að þið séuð að fara til Tenerife í fyrra- málið og að ykkur muni ekkert um að skutla mér líka. – Skutla þér til Tenerife? – Skutla mér á flugvöllinn! hvæsti Hannes. Álfrún var næstum orðin fullorðin, átti hún ekki að vera fljótari að fatta en þetta?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=