Arfurinn

36 Það var þögn í símanum. – Ertu í Reykjavík? Ég hélt að þið mamma þín … – Já, nei, ég er ekki í Reykjavík. Við eigum enn þá heima hér fyrir austan. – En samt viltu að ég skutli þér? – Já. Það er mjög mikilvægt. Hannes fitlaði við flipann á umslaginu sem bókin hans Guðvarðar lá í. Álfrún þagði í símann. – Getur mamma þín ekki …? – Nei, sagði Hannes hratt. Ég get ekki beðið neinn nema þig. – Hannes … er vandamálið … eða, sko, þarftu hjálp út af henni? Mömmu þinni? spurði Álfrún varfærnislega. – Ha? Nei! Það er allt í lagi með mömmu. En ég get ekki … sko, hún myndi ekki trúa mér. Og þetta er of mikilvægt. – En þú heldur að ég myndi trúa þér? – Ég held að það skipti ekki máli, af því ég ætla ekki að segja þér hvert vandamálið er! sagði Hannes hratt. Álfrún þagði í símann. – Svo ég á bara að setjast upp í bíl – sem ég á ekki – og koma? – Já, takk. Það væri fínt. – Hannes … ertu eitthvað ruglaður? Ég er í vinnu! Ég á að vera á björgunarsveitaræfingu alla helgina. Og í vinnunni á kvöldin. Ég get ekkert bara komið að redda þér. Ekki núna. Hannes fann þrjú ár teygja sig á milli þeirra. – Jú, sagði hann svo. Þú getur það víst. Af því að þú skuldar mér greiða. Núna þarf ég greiða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=