Arfurinn

35 – Hvað er að? spurði Álfrún. Hún var strax orðin áhyggjufull, hann heyrði það. Áhyggjufull var gott! Það var sko aldeilis ástæða til að vera áhyggjufull. Þá tæki hún hann vonandi alvarlega. – Hérna, áttu ekki bíl? spurði Hannes. – Nei, auðvitað á ég ekki bíl! Nú var hún ekki áhyggju- full, heldur bara hissa. Eða kannski pínulítið hneyksluð. Hannesi fannst röddin í henni hafa breyst svolítið síðan hann heyrði í henni síðast. Eða kannski mundi hann bara ekki vel hvernig hún hafði hljómað. Þrjú ár voru langur tími. Hún hljómaði næstum því fullorðin. – Já, ókei, þú átt ekki bíl en ertu ekki með bílpróf? – Jú. Eða, ég var að fá það. Bara í síðustu viku. – Ég veit, sagði Hannes. Eða, sko, ég hélt það. Að þú hefðir kannski fengið það þá. Auðvitað vissi hann að Álfrún hafði orðið sautján ára tíunda júní. Ellefu dögum á undan afmælinu hans. Í þrjú ár höfðu þau verið látin halda sameiginleg fjölskylduafmæli um helgina sem lenti á milli afmælisdaganna þeirra. Þau höfðu bæði verið jafnfúl yfir því. Sem sagt. Hann vissi alveg að Álfrún var orðin sautján. Og Hannes hafði líka verið frekar viss um að Álfrún hefði tekið bílprófið um leið og hún mátti það. – Af hverju þarftu bíl? spurði Álfrún. – Geturðu skutlað mér? spurði Hannes og pírði augun út um gluggann. Honum fannst hann sjá hreyfingu á skóla- lóðinni. Kannski voru það bara krakkar, en kannski eitt- hvað annað. Hann var ekki viss.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=