Arfurinn

34 En hann hafði ekki tíma til að láta Álfrúnu hunsa skrif- leg skilaboð. Hann varð að ná í hana og hann varð að ná í hana strax. Hann ýtti á takkann. Kannski myndi hún bara ekkert svara? Hann vissi ekki hvort hann var að vonast til þess að hún myndi svara eða myndi ekki svara. Hann var ekki viss hvað hann myndi gera ef hún svaraði ekki. Það hringdi. Hannes fann hvernig svitaperla spratt út á öðru gagn- auganu. Hann gægðist út á milli gluggatjaldanna en sá enga hreyfingu. Ekki enn. Það hringdi áfram. Kannski sá Álfrún hver var að hringja og ákvað bara að svara ekki? – Halló? Hún hljómaði bæði hissa og tortryggin. Auðvitað hlaut númerið hans að standa á skjánum hennar en það var samt eins og hún tryði því ekki að þetta væri hann. Eða kannski var hún búin að eyða símanúmerinu hans úr símanum sínum og var tortryggin af því hún hélt að þetta væri einhver að biðja um pening fyrir gott málefni? – Hæ Álfrún, sagði Hannes. Ég þarf … hjálp. Röddin í honum hljómaði öll frekar asnaleg en hann hafði ekki tíma til að standa í einhverjum kjaftagangi. – Hannes? spurði Álfrún. – Já, auðvitað er þetta ég! sagði Hannes. Og ég þarf hjálp! bætti hann við.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=