Arfurinn

33 Auðvitað á maður að hringja á lögregluna þegar maður verður vitni að ofbeldi. Maður á að hringja á lögregluna þegar maður er hræddur. Þetta vita meira að segja leikskólabörn. En Hannes var alveg viss um að þetta fólk væri ekki eitt- hvað sem lögreglan sæi um. Skilaði sér ekki ofan í undirheimana . Hannes var alveg viss – hundrað prósent viss – um að marglytturnar, jarðskjálftarnir og risa-haglélið kom frá þessu fólki. Lögreglan gat ekki leyst úr því. Hann var líka alveg viss um að hann treysti þeim ekki. Ef þau vildu fá bókina, þá var ekki gott að þau fengju hana. Hann varð að eyðileggja bókina og hann varð að gera það hratt. Áður en hann færi til Svíþjóðar á tónsnillinga- mótið. Hann gat ekki skilið hana eftir á meðan hann færi. Þá kæmi þetta fólk bara hingað heim á meðan mamma væri hérna ein með bókinni. Hann gat ekki heldur tekið bókina með sér í flugvél. Í huganum sá Hannes vélina fyrir sér taka dýfu ofan í hafið og bruna í gegnum vatnið á fullri ferð þar til hafs- botninn breiddi út faðminn. Hann varð að eyðileggja bókina. Hannes tók upp símann sinn og starði á skjáinn. Hann ætti auðvitað að senda skilaboð. Hann átti ekkert að hringja. Venjulegt fólk hringdi ekki símtöl. Sérstaklega ekki í númer sem það hafði ekki notað í þrjú ár.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=