Arfurinn

32 Honum datt ekki í hug að fara á námskeiðið. Hann hljóp bara eins hratt og hann gat heim til sín – skaust í gegnum garða og á milli húsa, eins og það væru brjálaðir glæpa- menn á eftir honum. Voru kannski brjálaðir glæpamenn á eftir honum? Í hvert skipti sem hann lokaði augunum sá hann blóðið renna eftir lærinu á Völu. Vala þekkti Hannes ekkert. Hann hafði ekki verið nemandi í skólanum. Það var ekki skrýtið að hún hefði munað nafnið hans vitlaust. Jóhannes er algengara nafn en Hannes. En þetta breytti því ekki að fólkið í sparifötunum var núna komið með vísbendingu. Nú vissu þau að Guð- varður hafði átt uppáhaldsnemanda. Og þau vissu næstum því hvað hann hét. Bráðum myndu þau örugglega finna hann. Bráðum myndu þau mæta heim til hans með hnífinn. Hjartað ólmaðist í brjóstinu á honum þegar hann tróð lyklinum í skrána og ruddist inn í forstofuna. Hann skellti hurðinni á eftir sér og stóð svo eins og fros- inn. Hann horfði í kring um sig og fann hjartað ólmast í brjóstinu. Hann horfði á skóna hennar mömmu í skó- grindinni, píanóið í stofunni og hafrakex-krukkuna í eld- húsinu. Það var orðið langt síðan þau höfðu búið svona lengi á einum stað. Alveg síðan í fyrravetur. Íbúðin þeirra var orðin eins og alvöru heimili. Hann hugsaði um óttann í röddinni á Völu. Hvað átti hann að gera?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=