Arfurinn

31 neinn reglulega nema kannski nemanda sinn á píanóinu, það var enginn! Hjartað ólmaðist í brjósti Hannesar. Konan glennti upp augun og Hannes sá nasavængina á henni bærast. Hún dró hnífinn að sér. – Hvaða barn var það sem Guðvarður þekkti? sagði hún og gekk nær Völu. Segðu mér hver það var. Segðu mér hvað barnið heitir. Hannes starði á Völu skólastjóra og tárin sem láku niður kinnarnar á henni. – Jóhannes! snökti hún. Hann heitir Jóhannes! Augun í henni ranghvolfdust og höfuðið datt út á öxl. Hannes var byrjaður að hlaupa áður en skólastjórinn skall meðvitundarlaus á gólfdúknum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=