Arfurinn

25 GESTIR Hannesi hafði næstum tekist að hætta að hugsa um bókina hans Guðvarðar þegar aftur fór að versna í málunum. Hann var ekki alveg búinn að gleyma öllu um bókina – en næstum því. Skólinn var búinn, það var komið sumar og veðrið var oftast gott. Sumum fannst að vísu risahagl- élið sem dundi stundum fyrirvaralaust á bænum óþægi- legt, en Hannesi fannst frekar auðvelt að hunsa það, rétt eins og jarðskjálftana, sem enn komu nokkrir á dag. Hann gat líka leitt hjá sér að marglyttunum skyldi öllum skola á land og lægju eins og hráviði á göngustígunum. Þetta var örugglega bara hnattræn hlýnun eða eitthvað. En svo tók hann eftir fólkinu. Það var áberandi í bænum þó það væri ekki jafnvond lykt af þeim og marglyttunum. Þau stóðu í Bónus og voru klædd eins og þau væru að leika í amerískum sjónvarps- þáttum um lögfræðinga. Konurnar voru á háum hælum, karlmennirnir með hneppt upp í höku og með bindi. Fötin voru ekki krumpuð – hvergi. Þetta fólk var indælt. Það brosti. Það beygði sig niður og tók upp dósir af niðursoðnum tómötum sem hrukku úr hillunum í búðinni þegar smáskjálftar hristu bæinn. Það blés sápukúlur fyrir litlu krakkana. Það hjálpaði fólki að bera matvörur í bílana sína og óskaði öllum góðrar helgar þó það væri bara fimmtudagur. Hannes vissi ekki af hverju, en hann var hræddur við fólkið. Hann var ekkert hræddur við þann fyrsta sem hann

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=