Arfurinn

23 myndirnar, alveg frá því að hann var pínulítill. Þá hafði hann ákveðið að hann ætlaði að gera þetta líka. Hann ætlaði að standa á sviðinu, umkringdur blómum. En hann ætlaði ekki bara að vera bjartasta vonin. Hann ætlaði að koma heim sem sigurvegari. Hann vildi óska að Guðvarður hefði beðið með það að deyja þangað til mótið var búið! Var það til of mikils mælst? Það hefði allt verið auðveldara þannig. Og svo var það þetta með bókina. Auðvitað hugsaði Hannes alltaf um bókina sem lá undir rúminu hans þegar hann hugsaði um Evrópumótið. Bókina sem átti að brenna 21. júní. Þá varð hann enn þá reiðari út í Guðvarð. Hannes langaði ekki að ræða málið við neinn – alls ekki, hann vildi ekki einu sinni hugsa um það. En samt var nokkuð augljóst að eitthvað dularfullt var í gangi í bænum. Eða sko, tvennt dularfullt. Annars vegar höfðu orðið óútskýranlegar hamfarir í bænum sem jarðvísindamennirnir hikstuðu og stömuðu yfir í sjónvarpinu – einn þeirra varð meira að segja eld- rauður í framan þegar hann sagði: – Ég … ég bara veit það ekki, þegar fréttamaðurinn spurði og spurði hvað væri eiginlega í gangi með þessa skjálfta. Hins vegar hafði Hannesi sjálfum óvænt verið falið að eyðileggja eldgamla bók, bók sem var örugglega á lista yfir ómetanlegar þjóðargersemar í Þjóðminjasafninu. Hannes var ekkert sérstaklega hjátrúarfullur. Það var samt óneitanlega skrýtin tilviljun að tveir rosalega dular- fullir hlutir væru að gerast samtímis.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=