Arfurinn

21 af litlum krökkum. Dót hafði hrunið úr hillum í öllum hús- um í nágrenninu og mikið af glösum og diskum brotnað en það voru engin önnur hús sem skemmdust. Hannes gat samt ekki að því gert að honum fannst þetta ekki vera tilviljun. Þetta með húsið hans Guðvarðar. En ef þetta var ekki tilviljun, hvað var það þá? Um kvöldið dró hann umslagið frá Guðvarði upp undan rúminu sínu. Hann skoðaði bókina og las bréfið aftur. Augun stöldruðu við þessa setningu: Ef bókinni verður ekki eytt geta afleiðingarnar orðið geigvænlegar . Meinti Guðvarður eitthvað geigvænlegra en að jörðin bókstaflega gleypti heilar byggingar? Hann las setninguna aftur og það fór hrollur um hann. Það var samt ekkert vit í þessu. Af hverju hefði jarð- skjálftinn átt að tengjast þessu rugli í Guðvarði eitthvað? Hann stakk bókinni aftur í umslagið og reyndi að hugsa um eitthvað annað. Auðvitað var þetta tilviljun. Ekkert annað kom til greina. Hann skaut bókinni aftur undir rúm. Þegar umslagið lenti á gólfinu varð snarpur eftirskjálfti og heimskortið á veggnum hrundi niður á gólf. Hann reyndi að láta eins og hann hefði ekki tekið eftir því.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=