Arfurinn

16 Vá. Vá. Guðvarður hlaut að hafa verið alveg ROSALEGA fullur þegar hann skrifaði þetta bréf. Hann hafði í fyrsta lagi aldrei í lífinu kallað Hannes „Hannes sinn.“ Í öðru lagi var alltof lítið af blótsyrðum í bréfinu. Og í þriðja lagi … Var Guðvarður búinn að gleyma því að hann var bara TÓLF ÁRA? Snæfellsjökull? Á afmælisdaginn sinn? Með ferðagrill? Hafði maðurinn verið algjörlega klikkaður? Hvernig átti Hannes að komast í aðra landshluta í miðju sumar- fríinu? Átti hann bara að spígspora fram í stofu og spyrja: „Heyrðu, mamma, nennirðu nokkuð að skutla mér smá?“ Það væri sennilega jafnlíklegt til árangurs og ef hann spyrði bara hvort hún væri ekki til í að lána honum bílinn svo hann gæti skotist þetta einn og sjálfur! Guðvarður var sturlaður. Fyrir utan að það hlaut að vera ólöglegt að skemma svona gamlar bækur. Hannes gæti lent í unglingafangelsi – og það voru örugglega engin píanó þar! Talandi um píanó. Hannes kíkti aftur á dagsetninguna. Hann gat auðvitað ekkert verið að þvælast um landið 21. júní! Hann hafði í allan vetur verið að undirbúa sig fyrir Evrópumót ungra tónsnillinga sem átti einmitt að vera í Stokkhólmi 20.–25. júní. Maður hefði nú kannski haldið að sjálfur píanókenn- arinn hans hefði munað eftir því! Ef það skipti svona miklu máli að eyðileggja þessa bók, gat Guðvarður þá ekki bara drifið í því sjálfur áður en hann

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=