Arfurinn

15 Ef þú manst það ekki, þá minni ég þig á það núna. Þessa bók verður að eyðileggja á sumarsólstöðum 21. júní. Þegar sólin sest á þeim degi, verður þú að standa við rætur Snæfellsjökuls (best væri að þú stæðir efst á jöklinum, en ég hef rannsakað málið ítarlega og held að það sé alveg nóg að þú sért við rætur jökulsins) og þú verður að brenna bókina til ösku. Ef bókinni verður ekki eytt geta afleiðingarnar orðið geigvænlegar. Þetta er ekkert flókið, það þarf ekkert að semja nein ljóð fyrir tilefnið eða fara með neina helgisiði. Þú bara tekur með þér lítið ferðagrill og á því útrýmir þú bókinni. Takk fyrir greiðann, Hannes minn, og þakka þér fyrir samfylgdina meðan ég var á lífi. Með kveðju, Guðvarður E. S. Athugaðu, Hannes, að allt sem stendur í þessu bréfi er algjört leyndarmál. Það er fleira en þitt eigið líf sem veltur á því að þetta komist ekki í hámæli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=