Arfurinn

13 ÓVINNANDI VERK Hannes opnaði ekki umslagið fyrr en hann var kominn upp í rúm um kvöldið. Hann hafði ekkert grátið allan daginn. Ekki þegar hann klæddi sig í jólafötin sín um morguninn, ekki þegar hann horfði á kistuna í kirkjunni, ekki í erfidrykkjunni. Ekki einu sinni þegar það rann upp fyrir honum að tíminn til að spila í erfidrykkjunni myndi aldrei renna upp. Það var enginn þarna sem vildi hætta að kjafta og borða rjóma- tertur nógu lengi til þess að hlusta á strák spila á píanó. En núna þegar hann var alveg einn þarna í herberginu sínu og opnaði umslagið fann hann hvernig tárin ruku fram í augun á honum. Upp úr umslaginu steig hrikaleg fýla. Lykt sem hann hafði hvergi fundið nema heima hjá Guðvarði. Og átti aldrei eftir að finna aftur. Því Guðvarður var horfinn úr veröldinni og lyktin af honum líka. Hann seildist varlega ofan í umslagið og dró upp bókina. Það sem kom upp úr umslaginu var ekki nein venjuleg bók. Hannes hafði séð myndir af gömlu Íslendingasagna- handritunum í skólanum. Þau voru skítug og krumpuð. Þessi bók var þannig. Eins og hún ætti heima á safni. Hannes strauk forsíðuna varlega. Hún var mjúk og hann var viss um að þetta væri ekki pappír heldur kannski skinn – bókfell eða eitthvað svoleiðis. Hannes gat ekki lesið

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=