Arfurinn

10 – Ég er lögfræðingur og sé um að ganga frá eigum Guð- varðar samkvæmt óskum hans. Hannes velti fyrir sér hvað yrði um píanóið. Hann velti líka fyrir sér hvað yrði um skítugu vasaklútana. Skyldi þessi kona þurfa að þvo þá sjálf, áður en hún kæmi þeim til erfingjanna, ef hún átti að sjá um allt dótið hans Guð- varðar? Aumingja hún. Mamma var farin að heilsa vinnufélögum sínum sem voru komnir í erfidrykkjuna og hætt að fylgjast með Hann- esi og lögfræðingnum. En lögfræðingurinn stóð þarna enn þá og hún hélt á umslagi. Það var þykkt, hvítt og merkt lögmannsstofunni sem konan hlaut að vinna hjá. – Hann Guðvarður bað mig að koma þessu til þín, sagði hún nokkuð blíðlega um leið og hún rétti honum umslagið. Í erfðaskránni stóð að þú vissir um hvað málið snerist. Hannes fékk stein í magann. Jú, auðvitað vissi hann um hvað málið snerist. Hann var bara búinn að vona að Guðvarður hefði verið að rugla eitt- hvað þegar hann talaði um að eyðileggja bók. En það var greinilega bók í umslaginu. Ekki píanó. Gat Guðvarður ekki drattast til að arfleiða eina – og þar með uppáhalds – nemandann sinn að píanóinu sínu eins og allir venjulegir einsetumenn hefðu gert? Af hverju þurfti hann alltaf að gera alla hluti öðruvísi en venjulegt fólk? En Hannes sagði ekkert. Þessi kona gat ekkert gert að því hvað Guðvarður hafði verið skrýtinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=