Arfurinn

110 Hannes gat ekki bara drepið eitthvert þeirra. Þau voru kannski aukapersónur í hans lífi en þau voru aðalpersónur í einhverjum öðrum sögum. Þetta var gott fólk. Hvað var hann að pæla? Hann horfði á gönguskóna hennar Álfrúnar. Fæturnir á henni hreyfðust ekki. En hvað ef hún myndi í alvöru deyja? Hvað þá? Hann vafði úlpunni þéttar að sér og fann tárin sem höfðu aldrei komið þegar Guðvarður dó byrja að streyma niður kinnarnar. Hann langaði að fara og halda í höndina á Álfrúnu. Hann langaði að segja þessu fólki að hún væri stóra systir hans og þess vegna yrði hann að fá að vera hjá henni. Hann langaði að krjúpa við hliðina á henni og segja henni að það yrði allt í lagi. En hann gat ekki staðið upp. Hann gat ekki farið til hennar. Svo hann sat bara þarna og grét í rigningunni. Alveg þangað til hann heyrði drunurnar í þyrlunni. Hann sat eins og steinrunninn og fylgdist með fólkinu hlaupa út úr þyrlunni, fylgdist með þeim taka við stjórn- inni af björgunarsveitarkrökkunum og svo hlupu þau eins hratt og þau gátu með Álfrúnu um borð í þyrluna. Spaðarnir höfðu aldrei hætt að snúast. Þessi hraði merkti bara eitt. Álfrún var á lífi. Hún var enn á lífi og það voru læknar í þyrlunni. Hannes gat ekki beðið um meira.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=