Arfurinn
109 í rigningunni og öskufallinu. Þetta vesen allt saman – það var hans klúður. Þetta var hans verkefni. Ef einhver hérna átti að deyja, þá var það hann. Allt í einu núna fann hann að hann var alveg tilbúinn til þess. Fyrir Álfrúnu. Hann byrjaði að lesa. Lágt, næstum í hljóði, byrjaði Hannes að lesa bókina. Hann tók ekki eftir neinu í kring um sig. Ekki fyrr en hann heyrði skrjáfið í vatnsheldri úlpu. Stóri strákurinn sem hafði staðið með honum áðan var kominn aftur. Hann var farinn úr úlpunni og lagði hana varlega um axlirnar á Hannesi. Hún var enn þá hlý. Strákurinn sagði ekkert. Hann truflaði Hannes ekki og spurði ekki að neinu. Hann bara lagði úlpuna yfir axlirnar á honum og klappaði honum stuttlega á öxlina. Hannes sá að það var langur skurður eftir kinninni á honum. Eins og hann hefði verið klóraður með beittri kló. Þeir horfðust eitt andartak í augu, Hannes og björgunarsveitargaurinn. Svo gekk strákurinn aftur frá honum, eins og hann vildi leyfa honum að vera í friði. Hannes hikaði við lesturinn. Hvað var hann að gera? Hvað var hann að pæla? Álfrún Lovísa hafði beðið þetta fólk um hjálp og þau höfðu öll komið. Þau drifu sig í úlpur og flýttu sér af stað bara af því að Álfrún hafði beðið þau um það. Þetta var örugglega ekki formlegt útkall. Álfrún Lovísa hafði ekki hringt í lögguna. Hún hringdi í vini sína í björgunarsveit- inni. Og þau komu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=