Arfurinn
108 tilbúna til brottfarar og hún þyrfti að fljúga marga, marga kílómetra áður en hún kæmi – þá var það næstum því óskiljanlega erfitt að ætla að halda Álfrúnu á lífi þangað til þyrlan kæmi. Hún leit út eins og hún væri komin hálfa leið út úr heim- inum. Hannes kreppti fingurna utan um bókina. Álfrún hafði komið til baka. Álfrún kom aftur til að bjarga honum – þrátt fyrir allt sem hann hafði sagt. Þótt þau hefðu ekki talað saman í þrjú ár þá kom hún samt. Og fékk vini sína til að koma líka. Það var ekki hægt að hún myndi bara deyja. Það var ekki hægt og það var ekki sanngjarnt. Það varð einhver að vera í heiminum sem var með græn- blátt naglalakk og fléttaðan hanakamb. Hannes gat ekki borðað brauðtertu í erfidrykkjunni hennar Álfrúnar. Hann bara gat það ekki. Sérstaklega ekki ef það var honum að kenna. Hann bakkaði frá björgunarsveitarfólkinu. Hann bakk- aði að stórri þúfu og settist niður. Hann opnaði bókina. Stafirnir voru allir óskiljanlegir fyrst þegar hann sá bók- ina. Núna var auðvelt að lesa þá. Hann horfði á björgunarsveitarkrakkana. Þau voru öll bara einhverjir aukaleikarar í þessari sögu. Ekkert þeirra var jafnmikilvægt og Álfrún. Ekkert þeirra. Og hann var sjálfur auðvitað tilbúinn til að deyja í dag,
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=