Arfurinn

107 Það var enginn litur á vörunum á henni. Þær voru alveg gráar. Hannes hafði aldrei séð gráar varir áður. Hann vissi ekki að varir gætu verið gráar. Ein stelpa úr hópnum hélt björgunarsveitarpeysu þétt upp að hálsinum á Álfrúnu. – Ég þarf aðra peysu, kallaði stelpan. Það er búið að blæða í gegnum þessa. Einhver henti í hana peysu og sagði um leið: – Settu þessa ofan á hina. Og haltu áfram að þrýsta á sárið. Eins fast og þú getur án þess að kæfa hana. Þessi kvikindi tættu hálsinn á henni alveg í sundur. Tættu hálsinn á henni í sundur ? Hannes færðist enn þá nær henni. – Álfrún, hvíslaði hann. Það var útilokað að hún gæti heyrt í honum. Það var allt fullt af fólki í kringum hana. Fólk að skipuleggja, hugga, hjúkra og redda. Hún gat ekki heyrt í honum. Hún opnaði samt augun pínulítið. Og þau Hannes horfðust í augu í smá stund. Áður en hún lokaði þeim aftur. – Þyrlan kemur, kallaði þessi sem var í símanum. Við þurfum bara að halda henni á lífi þangað til! Venjulega er ekkert svo mikið mál að passa upp á að ein- hver deyi ekki. Hannes hafði einu sinni passað hund fyrir vin hans pabba. Kallinn hafði sagt að þetta væri ekkert flókið – ef hundurinn væri enn á lífi þegar pössunin væri búin þá hefði Hannes staðið sig vel. En núna – ef það þurfti að kalla út áhöfn, gera þyrlu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=