Arfurinn

105 slökkvitæki beint framan í svona svart fyrirbæri sem bein- línis lak niður í jörðina og hvarf. Hann leit aftur í átt að hólnum. Konan í fína kjólnum var horfin. Björgunarsveitarfólkið var fljótt að ganga frá svörtu ver- unum sem eftir voru. Að endingu voru þær allar horfnar. Hannes stóð varlega upp. – Takk, sagði hann við stóran strák sem stóð nálægt honum. Rauða björgunarsveitarúlpan hans var öll rifin. Strákurinn svaraði ekki. Hann var ringlaður á svipinn eins og hann væri að vakna og væri ekki alveg viss hvar hann var staddur. Hannes sá að hann horfði á eitthvað nálægt kirkjunni. Þar voru margir úlpuklæddir í einum hnapp. Fólkið stóð í kringum eitthvað. Hannes og strákurinn sneru sér báðir í áttina að þessari samkomu og flýttu sér þangað. Það var greinilega eitthvað að.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=