Arfurinn
103 SKÁLHOLTSBARDAGI Álfrún var ekki ein. Út úr bílum fyrir aftan hana spruttu tuttugu úlpuklæddir björgunarsveitarmenn. Sumir þeirra sveifluðu ísöxum yfir höfði sér, aðrir voru með hunda og einn virtist halda á stóru slökkvitæki. Þau ráku upp stríðs- öskur og komu hlaupandi í átt að Hannesi. Hann fann takið á handleggnum á sér linast. Nokkrar hendur slepptu honum til að snúa sér að björgunarsveitar- fólkinu. Fyrst hélt Hannes að björgunarsveitarfólkið myndi koma og ræða alvarlega við viðstadda. Björgunarsveitar- fólk virtist yfirleitt frekar yfirvegað, svona þegar það var að selja jólatré eða elta trampólín. En sjálfsagt litu þetta ekki út fyrir að vera aðstæður þar sem maður þurfti að vera rólegur. Sjálfsagt leit þetta út eins og aðstæður þar sem maður þurfti að vera svolítið brjálaður, því Hannes lá þarna á jörðinni, gjörsamlega um- kringdur einhverjum hræðilegum verum. Eitthvað svart stökk beint á björgunarsveitarstelpuna með ísöxina. Hinir í björgunarsveitinni ráku upp öskur og hlupu til að hjálpa henni. Svo byrjaði bardaginn. Þetta voru nefnilega ekki slagsmál. Þetta var bardagi, alveg brjálaður, eins og eitthvað úr bíómynd. Hannes sparkaði fast í eitthvað svart sem hékk á fætinum á honum og hann henti sér yfir bókina, svo enginn gæti náð á henni taki.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=