Arfurinn
101 – Og nú er Guðvarður loksins dáinn líka, sagði konan. Og ég er komin að sækja bókina mína. Sem ég ætla að geyma hjá mér þangað til einhver kemur aftur til mín. Tilbúinn að semja við mig til að bjarga lífi. Og ég held, Hannes litli, að ég ætli að taka þig með mér líka. Fyrst þú ert búinn að vera svona erfiður við okkur er engin ástæða til að aðskilja þig og þessa bók. Þið komið bara bæði með mér. Hannes vafði bókina þéttar að sér. Önnur elding leiftraði á himninum og þruman drundi um leið. Veðrið var beint fyrir ofan þau. Um leið og Hannes opnaði augun eftir blossann sá hann að nú var hann um- kringdur. Konan gekk nær. Það var eins og rigningin snerti hana ekki, hárið var alveg þurrt þó að rigningin læki niður háls- inn á Hannesi. Hann leit á bókina sem var enn í höndum hans. Bókin var líka þurr. Fólkið – eða púkarnir – sem voru allt í kring um hann nálguðust um leið og konan kom nær. Hannes vafði bókinni þétt að sér og klemmdi aftur augun. Hann fann langa fingur læsast um upphandleggina, grípa um ökklana og þrengja að hálsinum. Rigningin buldi á andlitinu á honum. Hann hugsaði um mömmu sína. Hvernig þeim pabba myndi líða þegar kæmi í ljós að Hannes væri horfinn. Þau myndu aldrei fá nein svör við því hvað hefði orðið um hann. Hann hefði bara gufað upp.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=