Arfurinn

8 tala um að deyja. Eins og ekkert væri. Klukkan var bara tvö! Guðvarður átti ekkert að vera fullur á þessum tíma sólarhringsins. Hannes vissi alveg hvað það þýddi að „kallið kæmi“ og frá hans bæjardyrum séð var alls enginn að kalla á Guð- varð. En svo stóð Guðvarður upp og fór að tóbaksskápnum í horninu. Og hann skjögraði ekkert þegar hann gekk og hendurnar skulfu ekki neitt þegar hann sótti lykilinn. Þá fyrst fór Hannes að hafa áhyggjur. Því ef Guðvarður var ekki fullur, hvað var hann þá eiginlega að meina með þessu tali um að deyja? – Þú þarft, hafði Guðvarður sagt, að eyðileggja fyrir mig bók. – Eyðileggja bók? Hannes ranghvolfdi í sér augunum. Guðvarður gat verið svo klikkaður. – Já, sagði Guðvarður og strauk sér um nefið. Hann notaði neftóbak og það var alltaf eitthvert bölvað klúður með nefið á honum. Hann var með fulla vasa af skítugum vasaklútum sem Hannes var nokkuð viss um að voru það ógeðslegasta sem var til í öllum heiminum. Það var allt í gangi með þessa vasaklúta: lyktin, útlitið og – eins og Hannes hafði því miður einu sinni komist að þegar hann tók einn þeirra upp í ógáti – áferðin. Ef Guðvarður gleymdi þeim á víðavangi þornuðu þeir og urðu harðir af hori og neftóbaki. – En það er ekki nóg að henda henni bara í ruslið, hélt Guðvarður áfram. Þú verður að tortíma henni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=