Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 9 Mynd bls. 14: Sjálfstyrkur/sjálfstraust Hvað felur orðið sjálfstyrkur eða sjálfstraust í sér? Fáið nemendur til að koma með hugmyndir. Ræðið það sem er að gerast á myndinni. Mynd bls. 15: Sjálfstyrkur • Að vera ákveðin • Að geta hrósað og tekið við hrósi • Að taka gagnrýni og geta gagnrýnt með uppbyggjandi hætti • Að geta samið og gert málamiðlanir – gefið stundum eftir • Ögra sér: ◌ Prófa eitthvað nýtt ◌ Fara út fyrir þægindarammann • Hugsa jákvætt Útskýrið: • Sjálfstyrkur getur til dæmis birst með: ◌ Að standa með sjálfum sér. ◌ Að vera ákveðin og geta sagt nei þegar þið eruð til dæmis ekki alveg viss. ◌ Að hafa styrk til að taka ákvarðanir sem eru stundum ekki vinsælar hjá vinum okkar. ◌ Að standast þrýsting. ◌ Að geta sagt nei • Fáið nemendur til að hugsa um atriði sem geta falið í sér þrýsting sem tengist kynhegðun/kynlífi. • Dæmi: Einhver manar þig til að senda mynd, kyssa, kela, stunda samfarir þegar þú ert ekki viss um hvort þú viljir það. Mynd bls. 16: Verkefni – Sjálfstyrkur Ræðið setningar á glærunni. Mynd bls. 17: Verkefni – Hvað er ákveðni? Ræðið hvað felur í sér að sýna ákveðni: Ákveðni er: • Að verja tíma í það sem þig langar. • Hlusta á og samþykkja jákvæða hluti sem fólk segir um þig. • Að segja tilteknum aðila að geri þig ósátta/reiða. Ákveðni er ekki: • Að láta aðra gera það sem þú vilt. • Að vera þögul/l þegar þú ert reið/ur yfir einhverju. • Að láta aðra taka ákvarðanir fyrir þig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=