Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 8 Mynd bls. 10: Verkefni – Sterk sjálfsmynd Ræðið eftirfarandi setningar og fáið nemendur til að tengja réttar setningar inn í boxin á glærunni: • Ég er óánægður með mig • Engum líkar við mig • Ég er mikils virði • Ég er heimskt • Ég er fyndið/in/inn • Ég get allt • Ég get verið ósammála • Ég stend með mér • Ég get ekki neitt • Ég leyfi öðrum að ráða • Ég er ánægt/ð/ur með mig • Að segja já en meina nei Mynd bls. 11: Verkefni – Veik sjálfsmynd Ræðið setningar hér að neðan og fáið nemendur til að tengja réttar setningar við boxin á glærunni: • Ég er óánægð/ur með mig • Engum líkar við mig • Ég er mikils virði • Ég er heimsk • Ég er fyndið/n/n • Ég get allt • Ég get verið ósammála • Ég stend með mér • Ég get ekki neitt • Ég leyfi öðrum að ráða • Ég er ánægt/ð/ur með mig • Að segja já en meina nei Mynd bls. 12: Verkefni – Styrkleikar og veikleikar • Láta nemendur skrifa á blað þrjár tegundir styrkleika hjá sér. • Láta þau skrifa á blaðið tvo hluti eða fleiri sem þau vilja verða betri í. • Til dæmis að elda, teikna, hreyfa sig, spila tölvuleik, tala við aðra, halda fyrirlestur, standa með sér, setja öðrum mörk. ◌ Ræðið síðan saman í hóp hvernig þau geta styrkt sig í þessu. Mynd bls. 13: Kæri sáli– Sjálfsmynd Kæri sáli. Ég verð að segja þér frá afmælisdeginum í gær. Ég var búin að hlakka svo til að fá símtöl, skilaboð, „like“, „snöpp“ og „tögg“ í „stories“ frá vinkonum mínum en síðan heyrðist ekkert frá þeim allan daginn. Ég var mjög leið og sjálfsmyndin var í molum. Ég hélt að þær væru bara búnar að gleyma mér eða væri alveg sama um mig. Síðan þegar ég kom heim úr bæjarvinnunni var fjölskylda mín og allar vinkonurnar búnar að skipuleggja óvænt afmælisboð fyrir mig. Mér brá ekkert smá þegar þau stukku öll fram og öskruðu „til hamingju með afmælið“ en ég held ég hafi aldrei verið jafn glöð. Þetta var besti afmælisdagur „ever“ og ég er heppnasta stelpa/stálp í heimi. Umræður: • Ræðið hvernig sjálfsmyndin getur sveiflast upp og niður sbr. Hún var niðurbrotin fyrri partinn en mjög ánægð síðar um daginn. • Hvernig líður okkur þegar við fáum t.d. ekki „like“ sem við erum að vonast eftir að fá? Hefur það áhrif á sjálfsmynd okkar?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=