Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 72 Mynd bls. 256: Klám er leikið Klám er ekki raunverulegt, það er leikið og klippt til. Klámmyndir eru gerðar af leikurum, þessir leikarar eru stundum eru kallaðir „klámstjörnur“. Klám sýnir stundum hluti sem þú vilt kannski ekki gera sjálf eða veldur þér óþægilegri líðan. Ekki horfa á það eða reyna að herma eftir því ef það veldur þér vanlíðan eða þú efast. Þú ræður yfir þínum líkama! Segðu stopp ef þú vilt ekki taka þátt og aldrei gera neitt sem þú vilt ekki að aðrir geri við þig! Mikilvægt er að muna að þeir sem leika stundum í klámi eru e.t.v. þvingaðir til þess eða lofað peningum eða öðru. Við ættum að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort við viljum taka þátt í horfa á efni þar sem ef til vill er verið að misnota aðra manneskju. Skoðið síðan myndbandið og ræðið. Horfið á myndbandið Fact or Fiction? Ræðið myndina. Mynd bls. 257: Hvað er líkamsvitund? Klám getur haft þau áhrif á okkur að okkur líður illa með okkur sjálf, við getum orðið ósátt við líkama okkar og frammistöðu í rúminu. Klám er ekki raunverulegt kynlíf og líkamar okkar eru alls konar. Mikilvægt er að vera sátt/ ur við sjálfan sig. Skoðið myndbandið um líkamsvitund til að svara spurningunni hvað er líkamsvitund og hvernig klám getur haft neikvæð áhrif á líkamsvitund okkar? Horfið á myndbandið Why don´t I like the way I look? Ræðið myndina. Skoðið myndband. Mynd bls. 258: Ólöglegt klám Sumt klám er ólöglegt að horfa á, eiga og dreifa. Það er: ◌ Gróft ofbeldi. ◌ Af börnum yngri en 18 ára. ◌ Dýraníð. Mynd bls. 259: Kemur klám í stað kynfræðslu? Klám getur aldrei orðið kennsluefni, það gefur ranga mynd af því hvað kynlíf er. Það er aldrei góð leið að ætla sér að læra um kynlíf með því að horfa á klám eða telja sér trú um að það geti bætt frammistöðuna rúminu. Mynd bls. 260: Munurinn á milli kláms og kynlífs Það er mikill munur á milli kláms og kynlífs sem er mikilvægt að vita í hverju felst, skoðum nánar: Klám: • Leikið efni. • Einstaklingar þekkjast lítið eða ekkert. • Sjaldan spurt hvað þau vilja eða hvað þeim líður vel með. • Oft annar aðilinn niðurlægður. • Óraunverulegt • Ýtir undir óraunhæfar væntingar til líkama ◌ Sjaldan forleikur. ◌ Mikið þol. ◌ Margar stellingar. ◌ Mikil hljóð (stunur og óp). ◌ Stór brjóst. ◌ Stór rass. ◌ Stór typpi. ◌ Magavöðvar. ◌ Hárlaus líkami. ◌ Grannir og stæltir líkamar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=