Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 71 11. Klám Mynd bls. 249: Klám Mynd bls. 250: Tíminn í dag 1. Spurningar úr síðasta tíma 2. Hvað er klám 3. Ólöglegt klám 4. Um líkamsvitund 5. Áhrif kláms Mynd bls. 251: Spurningar úr síðasta tíma rétt rangt 1. Misnotkun er bara kynferðisleg eðlis. 2. Það er nauðgun ef einhver stundar samfarir án samþykkis. 3. Það er í lagi að áframsenda nektarmyndir af öðrum. 4. Kynferðislegt ofbeldi er ólöglegt. 5. Ef einhver hefur farið yfir mörkin okkar getur verið gott að ræða það við einhvern sem þú treystir. 6. Bara ókunnugir misnota aðra manneskju. 7. Misnotkun er nokkuð sem þú ættir að skammast þín fyrir og ekki segja frá. Mynd bls. 252: Hvað er klám? Klám vísar til ákveðins efnis sem finna má t.d. á ljósmyndum, bókum, tímaritum, myndböndum og á netinu. Mynd bls. 253: Eiginleikar kláms Klám er oft flokkað, svo sem eftir kynhneigð, blæti (fetisma), líkamlegum eiginleikum og margt fleira. Þá er einnig hægt að flokka klám út frá kynlífsstellingum, eins og leggangarmök, endaþarmsmök og fleira. Mynd bls. 254: Klám Að finna fyrir þörf eða löngun til að horfa á klám er eðlilegt, sumir leita eftir að skoða klám í tengslum við kynlíf svo sem sjálfsfróun. Það er í lagi að horfa á klám svo framarlega sem þú þvingar ekki annan til að horfa með þér, ert í einrúmi og orðin 18 ára. Mynd bls. 255: Er í lagi að horfa á klám? Þegar við stundum sjálfsfróun/kynlíf vilja sum okkar horfa eða skoða klám á meðan. Horfið á myndbandið Is it normal to watch porn? Ræðið myndina. Skoðið myndband.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=