Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 70 Umræður: • Var þetta ofbeldi? Hvernig ofbeldi? • Stelpan var komin heim til stráksins og hann var búinn að kaupa handa henni drykk, mátti hann þetta þá ekki alveg? • Hvað getur stelpan gert? ◌ Leitað til vinar, fjölskyldumeðlims eða einhvers sem hún treystir. ◌ Leitað til bráðamóttökunnar. ◌ Haft samband við Stígamót, Bjarkarhlíð eða Drekaslóð. Mynd bls. 247: Verkefni – Sambandshringurinn og traust Skoðið fólk sem er í kringum ykkur og þið getið treyst, leitað til og deilt tilfinningum ykkar með ef ykkur grunar að þið hafið orðið fyrir ofbeldi. Hringurinn gefur einnig tækifæri til að skoða tengsl sem hægt er að styrkja. Gefið dæmi um sjálf ykkur hvernig sambandshringurinn ykkar getur kannski litið út. Mynd bls. 248: Önnur mikilvæg atriði • Ofbeldi er aldrei þér að kenna. • Sýndu ákveðni og segðu „Nei“ og/eða sýndu það með líkama þínum ef einhver biður þig um að gera hlut sem þú vilt ekki. • Aldrei fara upp í bíl með ókunnugum. • Aldrei fara heim með ókunnugum. • Aldrei hleypa ókunnugum inn til þín. • Stundaðu örugga notkun á samfélagsmiðlum og hafðu þínar netreglur á hreinu. Mynd um kynferðislegt ofbeldi á enskuAMAZE Org, 2020) Sexual Assault, Consent and Sexual Harassment: What’s The Difference? - YouTube (Mynd um reglur sem þú getur sett þér til að forðast kynbundið ofbeldi og áreiti.) https://www.youtube.com/watch?v=RteEiMNIdYo (Fight Child Abuse, 2019.)

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=