40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 68 Mynd bls. 241: Segðu frá • Það er ekki þér að kenna ef þér er nauðgað eða þú verður fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þú hefur ekki gert neitt rangt. • Það getur verið erfitt að tala um nauðgun eða ofbeldi. Þú ættir að reyna að segja einhverjum sem þú treystir frá því sem gerðist. • Fólk sem verður fyrir ofbeldi þarf aðstoð. Að halda misnotkuninni leyndri verndar engan og gæti einfaldlega þýtt að hún haldi áfram. • Ef þú eða einhver sem þú þekkir verður fyrir ofbeldi, talaðu þá við aðila sem þú treystir. Þetta gæti verið fjölskyldumeðlimur, vinur eða einhver sem styður þig í daglegu lífi þínu. • Fólk sem verður fyrir ofbeldi finnur oft fyrir hræðslu, einmanaleika og doða. • Að fá aðstoð og stuðning er fyrsta skrefið í átt að betri líðan og öryggi. Mynd bls. 242: Andleg líðan þolenda kynferðisofbeldis Ræðið hugtökin og tilfinningarnar • Reiði • Skömm • Hræðsla • Uppnám • Stress • Sektarkennd • Depurð Mynd bls. 243: Hvert get ég leitað? Ef þú verður fyrir misnotkun skaltu leita eftir aðstoð sem allra fyrst. • Þú getur hringt í 112 – Neyðarlínuna. • Segðu einhverjum sem þú treystir frá því sem gerðist og biddu hann um hjálp. • Þú getur talað við ráðgjafa. • Þú getur talað við lögregluna (s. 444-1000). • Þú getur farið á Neyðarmóttöku Landspítalans í Fossvogi (s. 543-1000). • Þú getur talað við Stígamót, Bjarkarhlíð eða Drekaslóð. • Ef þú verður fyrir nauðgun skaltu ekki fara í bað eða sturtu. Þá þværðu burt sönnunargögnin. Mynd bls. 244: Er þetta ofbeldi? Það er ekki auðvelt að bera kennsl á viðvörunarmerkin þegar um misnotkun er að ræða, jafnvel þegar það kemur fyrir okkur. Ef það er eitthvað sem einhver hefur alist upp við eða þetta er eitthvað sem hefur verið að gerast í langan tíma getur verið erfitt að greina að um ofbeldi sé að ræða. Viðkomandi gæti jafnvel haldið að það sé manni sjálfum að kenna að vera misnotuð. Að búa í umhverfi þar sem misnotkun er í gangi er ákveðin hætta á að viðkomandi telji sjálfum sér trú um að þetta sé eðlilegt. Misnotkun er óviðunandi. Það fer illa með mann og er bannað samkvæmt lögum. Ef þú telur að verið sé að misnota þig eða efast um eigin gjörðir eða grunar að einhver sem þú þekkir sé misnotaður, er mikilvægt að fá ráð. Segðu traustum vini, fjölskyldumeðlimi, eða leitaðu til viðurkennds aðila þegar þig grunar að um ofbeldi sé að ræða.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=