40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 63 Mynd bls. 217: Hvernig á að nota smokk: Skref fyrir skref Skref 1: Opna smokkinn Áður en smokkurinn er opnaður þarf að kanna dagsetningu á umbúðunum. Útrunninn smokkur er lítil vörn. Ef smokkurinn er ekki útrunninn þá er í lagi að nota hann. Opnið umbúðirnar varlega. Gott er að ýta smokknum örlítið til hliðar og rífa umbúðirnar við hornið með puttunum. Ekki nota: • Tennurnar • Hníf • Skæri Mynd bls. 218: Hvernig á að nota smokk: Skref fyrir skref Skref 2: Takið smokkinn úr pakkanum. Smokkurinn er upprúllaður þegar hann kemur úr pakkanum. Ef hann lítur út eins og hattur þá snýr hann rétt. Smokknum er rúllað á stinnt/hart typpi. Takið með vísifingri og þumli um totuna og haldið fingrunum þar á meðan smokknum er rúllað upp á typpið (passið að engar loftbólur séu). Mynd bls. 219: Hvernig á að nota smokk: Skref fyrir skref Skref 3: Rúlla smokknum á typpið. Rúllið smokknum alla leið niður typpið. Á þessum tímapunkti getur þú bætt við sleipiefnum (sem geta minnkað líkurnar á að smokkurinn rifni). Verið viss um að nota ekki olíu, krem eða vaselín. Öruggasta sleipiefnið til að nota er yfirleitt á sama stað og smokkarnir í búðinni. Það er einnig hægt að ræða við heilbrigðisstarfsmann um hvaða sleipiefni henta ykkur best. Mynd bls. 220: Hvernig á að nota smokk: Skref fyrir skref Skref 4: Taka smokkinn af typpinu. Eftir kynlífið ætti að taka typpið út meðan það er enn þá stinnt/hart (þannig að smokkurinn renni ekki af og líkamsvessar leki út). Haldið við typpið þegar það er tekið út þannig að smokkurinn detti ekki af. Smokkurinn er tekinn varlega af. Mynd bls. 221: Hvernig á að nota smokk: Skref fyrir skref Skref 5: Smokknum hent í ruslið. Þegar búið er að taka smokkinn af, bindið á hann hnút, setjið hann inn í pappír og hendið í ruslið. ATH! Ekki sturta smokknum niður í klósettið (klósettið gæti stíflast). Ekki henda smokknum á gólfið. Verið örugg og notið alltaf smokk. Mynd bls. 222: Verkefni – Hvernig er smokkur settur á? Kaupið kennslutyppi eða notið banana eða gúrku. Kaupið smokka. Leyfið síðan nemendum að prófa. Áður en þau prufa sjálf, sýnið þeim skref fyrir skref hvernig á að gera þetta með því að horfa fyrst á myndbandið af vefsíðunni sem nefnd er hér að neðan. How to Use a Condom (with Pictures) – wikiHow: Using a Male condom Mynd bls. 223: Auka smokkur Allir sem stunda kynlíf eða hafa hug á því ættu að passa upp á að eiga smokk í töskunni eða vasanum.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=