Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 62 Mynd bls. 212: Getnaðarvarnir Ef parið hefur ekki hug á að eignast barn er mikilvægt að huga að hvaða getnaðarvörn hentar. Mikilvægt er að ræða við foreldri, lækni eða hjúkrunarfræðing um hvaða getnaðarvörn hentar best. Það er misjafnt hvaða getnaðarvörn hentar hverjum og getur tekið tíma að finna út hvað hentar manni. Mynd bls. 213: Hvar kaupir þú getnaðarvarnir? Allar getnaðarvarnir fyrir stúlkur þarf að fá hjá lækni/hjúkrunarfræðingi. Þá er farið á heilsugæsluna eða til kvensjúkdómalæknis sem skrifar upp á getnaðarvörn og síðan þarf að nálgast hana í apóteki. Eina getnaðarvörnin fyrir stráka er smokkurinn. Hann fæst í matvörubúðum, bensínstöðvum, apótekum, sjálfsölum og á fleiri stöðum. Mynd bls. 214: Verkefni – Getnaðarvarnir Biðjið nemendur að tengja myndirnar við rétt á nafn. Mynd bls. 215: Kæri sáli Kæri sáli. Ég er 17 ára stelpa sem er búin að vera í sambandi í 2 ár með strák sem er jafn gamall og ég. Við elskum hvort annað mjög mikið og við erum byrjuð að stunda kynlíf. Okkur finnst erfitt að nota smokkinn og höfum stundum sleppt því. Mig langar að byrja á pillunni, ég er búin að tala við mömmu en hún vill bíða. Mér finnst erfitt að fara sjálf til læknis. Ég veit að ég er ekki tilbúin að eignast barn, því fylgir mikil ábyrgð. Hvað á ég að gera? Umræður • Er í lagi að þau haldi áfram að taka sénsinn? • Hvað gerist ef hún verður ólétt? Hvað segir mamma hennar? • Á hún að reyna að ræða aftur við mömmu sína? • Gæti hún beðið skólahjúkrunarfræðing eða annan sem hún treystir til að aðstoða sig að tala við mömmu sína? • Hver er réttur stelpunnar? Mynd bls. 216: Nokkur atriði um smokkinn Smokkurinn er eina getnaðarvörnin sem getur bæði komið í veg fyrir þungun og kynsjúkdóm. Það er mikilvægt að smokkurinn sé rétt notaður til þess að hann virki. Þegar smokkurinn er notaður rétt er hann 99,9% öruggur. Smokkinn er hægt að kaupa í flestum matvöruverslunum, apótekum og í sjálfsölum. Stundum er hægt að fá hann frítt í ákveðnum verslunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=