Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 61 Mynd bls. 207: Kynsjúkdómar Til að fá kynsjúkdóm þarf annar aðilinn að vera smitaður. Fyrir þá sem stunda kynmök er eina vörnin gegn kynsjúkdómum að nota smokk. Hann minnkar líkurnar á að smitast en gerir lítið gagn nema hann sé rétt notaður. Kynsjúkdómar smitast ekki af klósettsetum, í sundlaugum, í gegnum faðmlag, í loftinu, með handabandi eða í gegnum mat. Mynd bls. 208: Kynsjúkdómar Ef þú færð kynsjúkdóm gæti þér þótt vont að pissa og/eða fengið kláða eða útferð á typpið eða inn í píkuna. Kynsjúkdómar geta valdið: • Verkjum og sviða við þvaglát. • Útferð úr typpi eða leggöngum. • Slappleika. • Sárum á kynfærum. Þessi einkenni koma þó ekki alltaf fram þó einstaklingur sé smitaður af kynsjúkdómi. Helmingur þeirra sem fá kynsjúkdóm vita ekki að þeir eru smitaðir þar sem þeir finna ekki fyrir neinum einkennum. Hér er myndband um kynsjúkdóma. (AMAZE Org, 2019) Mynd bls. 209: Meðhöndlun kynsjúkdóma Ef þú finnur fyrir þessum einkennum, þarftu að fara til læknis eða á húð- og kynsjúkdómadeildina. Kynsjúkdóma er oftast hægt að lækna með lyfjum en sumir kynsjúkdómar eru ólæknandi en hægt er að draga úr einkennum og hindra framgang þeirra tímabundið. Mikilvægt er að meðhöndla kynsjúkdóma því annars geta þeir valdið ófrjósemi. Mynd bls. 210: Kynsjúkdómar – Félagshæfnisaga Óla verður illt í typpinu þegar hann pissar og hann er líka með kláða á kynfærasvæðinu, þetta er mjög óþægilegt. Óli heldur að hann sé kannski með kynsjúkdóm. Hann svaf hjá stelpu um helgina og þau notuðu ekki smokkinn. Núna þarf hann að fara til læknis. Óli getur annað hvort pantað tíma hjá heimilislækni eða farið á Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans. Óli hittir lækni sem tekur þvagprufu. Í ljós kemur að Óli er með klamydíu og þarf að fá lyf. Læknirinn hefur samband við stelpunni og lætur hana vita að hún þurfi líka að láta skoða sig. Eftir að Óli klárar lyfjaskammtinn er hann ekki lengur með klamydíu. Óli ætlar að muna að nota smokkinn næst. Ræðið söguna. Mynd bls. 211: Getnaðarvarnir Getnaðarvarnir koma í veg fyrir þungun. Til eru nokkrar tegundir af getnaðarvörnum. Mikilvægt er að kynna sér þær áður en þú byrjar að stunda kynlíf. Dæmi um getnaðarvarnir eru: • Smokkurinn. • Pillan. • Stafurinn. • Hormónasprautan. • Lykkjan. Smokkurinn er eina getnaðarvörnin ætluð strákum. Það er líka eina getnaðarvörnin sem er vörn gegn kynsjúkdómum. Smokkurinn fæst víða, eins og í apótekum og matvöruverslunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=