Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 58 Mynd bls.193: Samþykki Samþykki er: 1. Að spyrja leyfis í stað þess að gera ráð fyrir að mega gera eitthvað. 2. Að tala um hlutina og virða mörk hins aðilans. 3. Að fá já. 4. Að stoppa þegar hinn aðilinn gefur til kynna að hann vilji það (annaðhvort með orðum eða líkamstjáningu). 5. A virða „nei“ (þó hinn aðilinn hafi í byrjun sagt „já“ hvort heldur sem það er sagt í orði eða með líkamstjáningu). Mynd bls. 194: Samþykki eða leyfi um snertingu Hver einstaklingur þarf að samþykkja eða gefa leyfi þegar kemur að hvers kyns snertingu, þar með talið snertingu af læknisfræðilegum ástæðum, vingjarnlegri snertingu eða náinni kynferðislegri snertingu. Við höfum viðmið til að ákveða hvenær, hvar, hvernig við erum snert. Mynd bls. 195: Verkefni – Má þetta? Spyrið eftirfarandi spurninga eftir að þið hafið lesið upp hvert atvik hér að neðan í spurningum 1–8. 1. Var samþykki gefið? 2. Er umræðuefnið eða snerting viðeigandi eða óviðeigandi? 3. Ef umræðuefnið eða snertingin er óviðeigandi, hvað ættir þú að gera? Lesið upp eftirfarandi atvik og skoðið síðan spurningarnar fyrir neðan. 1. Sjúkraþjálfarinn þinn byrjar hefðbundna skoðun og spyr þig hvort þér líði vel. Þér líður vel. 2. Einhver sem þú þekkir lítið byrjar að deila kynferðislegum hugsunum með þér í matsalnum. 3. Þú hellir niður drykk í skólanum. Félagi þinn hjálpar til við að þurrka drykkinn af borðinu, byrjar svo að þurrka af skyrtunni að framan og snertir brjóstið á þér. 4. Þjálfarinn þinn slær á rassinn á þér eftir að þú hefur skorað mark. 5. Bókasafnsvörðurinn bankar á öxlina á þér og spyr hvort þú þurfir aðstoð við að finna bók. 6. Ókunnugur karlmaður snertir rassinn á þér í strætó. 7. Strætóbílstjóri biður um að sjá strætókortið þitt. 8. Stuðningsfulltrúi talar við þig um persónulegt kynferðislegt samband þeirra. Mynd bls. 196: Nei! Ræðið: Sama hvers eðlis snerting er, þá verður þú alltaf að gefa leyfi ef einhver vill snerta þig og þú að fá leyfi frá manneskjunni sem þú vilt snerta. Ef þú ert í aðstæðum sem veldur þér óþægindum, eða einhver snertir þig á óviðeigandi hátt, geturðu sagt „Nei“ og „Hættu“ með hárri og skýrri röddu. Gakktu í burtu frá manneskjunni ef þú getur og segðu einhverjum sem þú treystir frá atburðinum. Þú átt þinn líkama og þú ræður yfir honum. Enginn getur eða ætti að snerta þig ef þú vilt ekki. Mynd bls. 197: Samþykki og kynlíf Samþykki þýðir að gefa leyfi fyrir því að eitthvað muni gerast. Þegar kemur að kynlífi höfum við rétt til að ákveða hvenær, hvar, hvernig og með hverjum við viljum gera það. Það eina sem skiptir máli þegar kemur að því að kela eða stunda kynlíf með öðrum er að þér líði vel, sért algjörlega sammála og hafir samþykkt snertinguna, eða sagt já, af fúsum og frjálsum vilja. Það sama gildir um aðilann sem þú ert með. Þegar kemur að samþykki er mikilvægt að muna nokkrar grundvallarreglur (sjá næstu glæru).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=