Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 56 Mynd bls. 182: Þú ræður Það á ekki að stunda kynlíf með öðrum til að þóknast viðkomandi. Mundu að þú ræður hverjir snerta þig og hvernig þú lætur snerta þig. Kynlíf er ekki gjaldmiðill. Mynd bls. 183: Stressandi? Sumir verða smeykir og þora ekki að prufa að stunda kynlíf. Ef þú hefur áhyggjur er mikilvægt að tala saman. Mynd bls. 184: Kynlíf með öðrum • Það getur verið gott að vera búin að prufa að stunda sjálfsfróun áður en þú prófar að stundar kynlíf með öðrum. Sjálfsfróun er góð leið til að kynnast eigin líkama og finna út hvað manni finnst gott. Þetta getur stundum verið flóknara fyrir þau sem eru með píku en þau sem eru með typpi – að læra inn á hvernig er hægt að fá fullnægingu. • Kynlíf með öðrum gengur út á virðingu og traust. Mikilvægt er að líða vel og treysta þeim sem á að stunda kynlíf með. • Kynlíf gengur ekki eingöngu út á fullnægingu, heldur snertingu, hlýju og nánd. Mynd bls. 185: Forleikur Kynlíf með öðrum felur í sér ákveðið ferli. Það er mismunandi hvað fólk gengur langt í hvert skipti. Áður en samfarir eiga sér stað er mikilvægt að forleikur hafi átt sér stað. Hvað er forleikur? Forleikur gengur út á að gera líkamann tilbúinn fyrir samfarirnar: 1. Kyssast. 2. Snertast utan klæða. 3. Fara úr fötum. 4. Snerta einkastaði/kynfæri. 5. Þegar hér kemur við sögu er typpið oftast orðið hart og píkan blaut. Ef svo er ekki þarf að verja meiri tíma í forleikinn. Kynlífið getur verið vont fyrir píkuna ef hún er ekki orðin blaut. Ef typpið er ekki orðið hart er ekki hægt að hafa samfarir. Mynd bls. 186: Reglur um kynlíf Áður en þú ákveður að byrja stunda kynlíf með öðrum er mikilvægt að átta sig á nokkrum atriðum sem ber að hafa í huga. Það eru til ákveðnar reglur í tengslum við kynlíf, skoðum þær: 1. Báðir aðilar þurfa að vera 15 ára. 2. Báðir aðilar þurfa að vera samþykkir. 3. Þið verðið að vera í einkarými. 4. Þú mátt ekki stunda kynlíf með aðila sem er skyldur þér. 5. Það er ekki í lagi að láta öðrum líða illa með klámfengnu tali eða kynferðislegri hegðun. 6. Notaðu smokkinn til að koma í veg fyrir þungun eða kynsjúkdóma. Mynd bls. 187: Láttu vita hvað þér finnst Það er mikilvægt að segja hvort öðru hvað ykkur finnst gott, hvernig þið viljið láta snerta ykkur. Það er líka mikilvægt að láta vita ef eitthvað er óþægilegt eða vont. Kynlíf á alltaf að vera gott og báðir aðilar eiga að njóta.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=