40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 55 Mynd bls. 176: Sjálfsfróun og hreinlæti Hreinlæti • Þvo hendur (fyrir og eftir). • Vera með pappír til að þurrka eftir á og henda síðan í ruslið. • Skipta um á rúminu ef það kemur sæði í rúmfötin (muna að það þarf að skipta um rúmföt reglulega, 7–14 daga fresti). Ef notuð eru kynlífstæki þarf að þrífa þau samkvæmt leiðbeiningum (skola og nota tilheyrandi sápu). Mynd bls. 177: Sjálfsfróun píka Með því að prófa sjálfsfróun getur það sýnt þér hvernig tilfinning er að stunda kynlíf. Með því að nudda píkuna og snípinn sem er ofarlega inni í píkunni getur þú fundið tilfinninguna og lært hvað þér finnst gott, þegar píkan er nudduð verður hún rök. Það má eingöngu stunda sjálfsfróun í einkarými. Sjá meira um sjálfsfróun og píkur. Mynd bls. 178: Sjálfsfróun typpi Með því að prófa sjálfsfróun getur það sýnt þér hvernig tilfinning er að stunda kynlíf. Með því að halda utan um typpið og gera handahreyfingu sem fer upp og niður verður typpið hart og eftir ákveðin tíma getur orðið sáðlát þá kemur þunnur glær vökvi /eins og hárnæring) út úr typpinu. Munið að það má aðeins stunda sjálfsfróun í einkarými. Sjá meira um sjálfsfróun í sögunni um sjálfsfróun og typpi. Mynd bls. 179: Verkefni: Sjálfsfróun rétt rangt 1. Það er hægt að smitast af kynsjúkdómum við sjálfsfróun. 2. Það má stunda sjálfsfróun heima hjá öðrum. 3. Það þarft að eiga kærustu til að stunda sjálfsfróun. 4. Það þarf að þvo hendur eftir sjálfsfróun. 5. Það þarf að þvo kynlífstæki eftir notkun. 6. Það er nóg að skipta um á rúminu einu sinni í mánuði. Mynd bls. 180: Eruð þið tilbúin? Ef þú ert orðinn 15 ára og ástfanginn þarf það ekki að þýða að þú verðir að byrja að stunda kynlíf. Margir bíða með það mun lengur. Að stunda ekki kynlíf er ekki merki um að þú sért óþroskuð. Að segja nei við kynlífi getur verið merki um öryggi og þroska. Mynd bls. 181: Fyrsta skiptið Ræðið upplifun af fyrsta skiptinu sérstaklega út frá stelpum/stálp. Fyrsta skiptið er sérstakt. Meðal annars vegna þess að þú ert að gefa mikið af sjálfum þér, sama gildir auðvitað líka um skiptin á eftir. Upplifun manneskjunnar getur verið mismunandi í tengslum við fyrstu samfarirnar. Sumum finnst það gott á meðan öðrum finnst það vont.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=