Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 54 Mynd bls. 172: Reglur: Með hverjum má stunda kynlíf? • Það eru reglur um það með hverjum þú mátt stunda kynlíf. Það má aldrei stunda kynlíf með: • Fjölskyldumeðlimum, ræðið hverjir eru fjölskyldumeðlimir og skrifið upp á töflu. • Þeim sem eru undir 15 ára. • Stuðningsfulltrúum eða öðrum sem aðstoða þig í daglegu lífi. Ef þú ert 18 ára eða eldri mátt þú ekki stunda kynlíf með þeim sem eru undir 18 ára aldri. Það er góð regla að stunda kynlíf með þeim sem eru á svipuðum aldri og þið sjálf. Annars getur myndast ójafnvægi þar sem annar aðilinn býr yfir meiri reynslu en hinn. Mynd bls. 173: Kynlíf er einkamál Kynlíf þarf alltaf að eiga sér stað í einkarými. Kynlíf er einkamál. Tryggja þarf næði og að við verðum ekki fyrir truflun, sbr. að dyr séu lokaðar og dregið fyrir ef aðrir eru á heimilinu. Einnig þarf að tryggja að það trufli ekki aðra, eins og með stunum og látum. Það þarf að fara vel um báða aðila til að þeir geti notið kynlífsins. Mynd bls. 174: Alls konar kynlíf Kynlíf er alls konar, nokkur dæmi: • Sjálfsfróun. • Mök í gegnum leggöng. • Endaþarmsmök. • Munnmök. • Snertingu í kynfæri með fingrum. Mynd bls. 175: Sjálfsfróun Hvað er sjálfsfróun? • Sjálfsfróun er þegar þú nuddar kynfærin það er typpið eða píkuna. Sjálfsfróun er: • Leið til að fá kynferðislega útrás. • Við sjálfsfróun smitast þú ekki af kynsjúkdómi. • Hægt er að stunda sjálfsfróun án bólfélaga. • Þarft ekki að eiga kærust/u/kærasta. Hvar má stunda sjálfsfróun? • Í einkarými (herbergið þitt eða baðherbergið heima hjá þér). Hreinlæti • Það er mikilvægt að huga að hreinlæti í tengslum við sjálfsfróun. Til kennara: Spyrjið nemendur hvort þeir eigi sérherbergi. Ef einhver nemandanna á það ekki ræðið hvað er hægt að gera. Til dæmis að hann þurfi að óska eftir því að fá að vera einn í næði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=