Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 53 Mynd bls. 168: Líkamleg mörk Að byggja upp traust til annarrar manneskju er ákveðið ferli sem tekur tíma. Veltu fyrir þér ef einhver ókunnugur, manneskja sem þú þekkir lítið eða netvinur færi að snerta þig eins og þú gerir sjálf eða aðrir sem eru nánir þér. Snerting er persónuleg og við höfum öll okkar líkamlegu mörk sem við viljum ekki að aðrir stigi inn fyrir. Mikilvægt er að setja mörk og virða mörk annarra, sbr. myndin af stelpunum sem eru að teikna sinn markahring. Stundum leyfum við fólki sem við treystum vel að koma inn fyrir okkar hring en þá þurfa báðir aðilar að vera samþykkir því. Sumir eiga það til að fara yfir okkar mörk (sbr. myndin af stráknum að fara yfir línuna) og það getur valdið okkur vanlíðan. Umræður: Ræðið við nemendurna um hvort þau muni eftir atviki þar sem einhver fór yfir þeirra mörk og hvernig þeim leið þá. Mynd bls. 169: Að læra um kynlíf Að stunda kynlíf getur verið skemmtilegt og æsandi. Það er góð hugmynd að fræðast um kynlíf áður en þú byrjar að stunda það með öðrum, það má finna ýmislegt fróðlegt efni á netinu og í kennslubókum. Mynd bls. 170: Hvað er kynlíf? Kynlíf er þegar fólk snertist, nuddar líkamann, kyssist, kelar eða snertir kynfæri hvort annars. Ræðið hvað er kynlíf og ef upp koma hugtök skrifið á töfluna (sbr. það eru til nokkur ólík hugtök yfir samfarir). Ræðið síðan að kynlíf er alls konar. Við stundum kynlíf: • Af því það er gott og veitir kynferðislega útrás. • Til þess að búa til börn (getnaður). Hægt er að stunda kynlíf: • Einn með sjálfum sér. ◌ Sjálfsfróun • Með öðrum. ◌ Samfarir Hver er munurinn á að kela og ríða? Mynd bls. 171: 15 ára • Til að stunda kynlíf þarftu samkvæmt lögum að vera 15 ára. • Sá sem þú stundar kynlífið með þarf einnig að vera orðinn 15 ára. • Mikilvægast af öllu er að þú byrjir ekki að stunda kynlíf með öðrum fyrr en þú ert sjálft tilbúið og vilt það. • Það liggur ekkert á þó að þú sért orðin/n 15 ára. Aðalatriðið er að þú sért viss og sért með aðila sem þú treystir vel og hefur gefið sitt samþykki. • Ástæðan fyrir því að þú þarft að vera orðin 15 ára er vegna þess að börn og unglingar hafa ekki tekið út nægilegan tilfinningaþroska til stunda kynlíf þó þau séu tilbúin líkamlega.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=