40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 52 8. Kynlíf og samþykki Mynd bls. 164: Kynlíf og samþykki Mynd bls. 165: Tíminn í dag 1. Spurningar úr síðasta tíma 2. Snerting 3. Líkamleg mörk 4. Kynlíf 5. Sjálfsfróun 6. Ertu tilbúin 7. Kynlíf með öðrum 8. Samþykki Mynd bls. 166: Spurningar úr síðasta tíma rétt rangt 1. Það er í lagi að snerta vini sína eins og kærastið manns. 2. Báðir aðilar þurfa að vera sammála um að þið séuð par. 3. Þróun ástarsambanda tekur tíma. 4. Heilbrigt ástarsamband felur í sér traust og virðingu. 5. Sambandsslit eru endalokin og þú munt aldrei finna neinn annan. 6. Það er í lagi að lenda aldrei í ástarævintýri. 7. Það er betra að vera einn en í óheilbrigðu sambandi. 8. Það er í lagi að vera í ástarsambandi með einhverjum sem við erum skyld. 9. Það er bannað að vera í ástarsambandi með einhverjum sem aðstoðar þig í daglegu lífi. 10. Ég ræð hverjir snerta mig og hvernig ég er snert/ur. Mynd bls. 167: Snerting og traust Við snertum fólk út frá því hvernig við tengjumst því og þekkjumst. Sum snerting er hlutlaus á meðan önnur snerting getur verið náin. Það fer allt eftir því hvernig við þekkjumst, í hvernig sambandi við erum og hvernig traust við berum til manneskjunnar. Við eigum öll okkar persónulega hring sem við viljum ekki að aðrir stígi inn fyrir.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=