Allt um ástina - kennsluleiðbeiningar

40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 50 Mynd bls. 156: Ástarsorg • Stundum er annar aðilinn bara hrifinn en ekki hinn. • Það getur verið mjög sárt fyrir hinn aðilann sem er kannski mjög hrifin af viðkomandi. • Það er ekkert við því að gera því við getum aldrei þvingað annan aðila til að verða hrifinn af okkur. Mynd bls. 157: Höfnun • Það er vont að verða fyrir höfnun og gerir viðkomandi leiðan og þér getur fundist þú einskis virði. • Ræddu við traustan vin um líðan þína. • Þetta eru ekki endalokin. Það eru fleiri fiskar í sjónum! • Vertu góður við þig, ekki rífa þig niður með neikvæðum hugsunum. • Dekraðu við þig og reyndu að stefna á að gera eitthvað skemmtilegt fljótlega. Mynd bls. 158: Þurfa allir að eiga maka? • Að verða ástfanginn er góð tilfinning en getur líka verið erfið þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og við viljum. • Sumir lenda aldrei í ástarævintýrum. Það er eðlilegt og allt í lagi. • Það getur aldrei verið réttur manneskjunnar að eignast kærustu/kærasta. Stundum finnum við ekki þann rétta, þrátt fyrir að okkur langi til að eignast maka. • Það er betra að vera ein/n en í óheilbrigðu sambandi. • Suma langar ekki að eignast maka eða vera í sambandi. Það er eðlilegt. Mynd bls. 159: Hvað segja lögin? • Það gilda ýmsar reglur og lög í landinu þegar kemur að samböndum og kynlífi. • Það er mikilvægt að kunna þessar reglur. • Hér á eftir ætlum við að skoða hvað lögin segja um ástarsambönd. Mynd bls. 160: Sambönd og lögin • Það er bannað með lögum að vera í ástarsambandi með aðila sem er skyldur manni eins og til dæmis: • Fólk í fjölskyldunni (frænda, frænku, afa, ömmu, bróður systur, foreldrum eða systkinum). Mynd bls. 161: Sambönd og lögin • Það er bannað með lögum að eiga í ástarsambandi við aðila sem aðstoðar þig í daglegu lífi vegna fötlunar þinnar eða sjúkdóms. • Dæmi um þetta er: persónulegur ráðgjafi, liðveisla, stuðningsfulltrúi, læknir, sálfræðingur, kennari, þroskaþjálfi, bílstjóri eða aðrir sem þú leitar aðstoðar hjá. Mynd bls. 162: Samræði og lögin • Það er bannað með lögum að stunda kynlíf ef þú ert undir 15 ára aldri. • Aðili sem er til dæmis 16 ára og stundar kynlíf með manneskju sem er 14 ára er að brjóta lög.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=