40742 Allt um ástina – kennsluleiðbeiningar | © Menntamálastofnun og Ráðgjafar- og greiningarstöð 2023 5 Kennsluleiðbeiningar Sumum gæti þótt erfitt að kenna ákveðna kafla. Við erum öll með ólíkan bakgrunn, trú og gildi. Við þurfum að virða skoðanir hvers annars og vita hvernig við ætlum að nálgast þessi ólíku viðhorf. Við þurfum líka að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort við séum tilbúin að sinna þessari kennslu (MacCarthy, 1991; Hartman, 2013). Eftirfarandi atriði er gott að hafa að leiðarljósi: • Skapaðu þægilegt og létt andrúmsloft. • Nemandinn þarf að upplifa að þarna ríki traust og að leyfilegt sé að spyrja um allt. • Sýndu næmni. • Skapaðu öruggt rými þar sem þið verðið ekki fyrir truflun. • Vertu viðbúinn ef það koma fram viðkvæmar upplýsingar, í hvaða farveg þú ætlar að setja þær. ○ Kennari vinnur með öðrum. ○ Hafðu teymi bak við þig sem þú getur leitað til ef eitthvað kemur upp á. • Gott er að foreldrar/aðstandendur séu upplýstir um efnistök til að þau geti haldið áfram að leiðbeina barninu heima. • Verið viðbúin undir ögrandi hegðun (t.d. þegar verið er að kenna atriði í tengslum við sjálfsfróun og kynlíf) og verið búin að ákveða hvernig þið ætlið að bregðast við. • Vísið í nýliðna atburði eða einhverja sjónvarpsþætti sem nemendur eru að horfa á. Nefna má dæmi eins og í tengslum við ólíkar sambandsgerðir, kynhneigð og fleira sem getur auðveldað skilning á viðfangsefninu enn frekar. Heimildir Í heimildaskrá má finna heimildir sem hafa veitt undirrituðum innblástur við gerð þessa fræðsluefnis en ekki er vitnað beint í þær við einstaka verkefni eða myndir.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=